Algengar spurningar og svör

Hér eru svör við vonandi flestum spurningum sem kunna að vakna um miða sem ungmennum standa til boða.
Hikaðu eki við að hafa samband við okkur ef þú vilt frekari upplýsingar. S: 551 1200

Hvað get ég fengið marga miða?

Hver og einn getur skráð sig fyrir sex miðum

Þarf að skrá allar kennitölur

Já. Nauðsynlegt er að skrá kennitölur allra þeirra sem vilja miða. Það er því gott að vera búinn að safna öllum kennitölum saman áður en óskað er eftir miðum.

Er þetta bara fyrir þá sem eru fæddir '01 -'05

Þetta boð gildir aðeins fyrir þennan aldurshóp. Boðið þurfti eðlilega að takmarka við ákveðinn aldur. Almenn miðasala er hins vegar komin í gang og öllum opin.

 

Hvernig get ég séð sýninguna ef ég fæ ekki boðsmiða eða er ekki á þessum aldri?

Almenn sala á sýningar er hafin, en einnig er hægt að kaupa sýninguna sem hluta af Ungmennakorti. Þjóðleikhúsið býður einstakt verð fyrir 25 ára og yngri. 50% afsláttur af tveimur sýningum eða fleiri

Sjá upplýsingar um Ungmennakort á leikhusid.is

Get ég breytt um sýningardag

Best er að hafa beint samband við miðasölu í þessum tilfellum. Annað hvort með því að senda póst á midasala@leikhusid.is eða hringja í síma 551 1200.

Ég skráði vin minn/vinkonu mína, en viðkomandi kemst ekki. Get ég skilað miða/miðum?

Best er að hafa beint samband við miðasölu í þessum tilfellum. Annað hvort með því að senda póst á midasala@leikhusid.is eða hringja í síma 551 1200.

Hvað er sýningin löng?

Sýningin sjálf er u.þ.b. þrír tímar með hléi. Hún hefst kl. 20.00, en húsið opnar kl. 18:30. Þá er hægt að kaupa veitingar og DJar sjá um að halda fjörinu gangandi fyrir sýningu, í hléi og í skamma stund eftir sýningar.

Hvenær hefst sýningin?

Sýningin hefst kl. 20.00, en húsið opnar kl. 18:30.

Verður eitthvað meira en boði en leiksýningin? Hvernig er dagskráin?

18:30 – Húsið opnar með plötusnúðum.
19:30 – Ýmis atriði hefjast á Stóra sviðinu.
20:00 – Sýningin hefst
23:00 – Sýningu lýkur og plötusnúðar halda uppi stuðinu í skamma stund

Er grímuskylda?

Já. Það er grímuskylda á viðburðum Þjóðleikhússins

Hvernig verður sóttvörnum háttað

Við leggjum okkur fram um að gæta öryggis gesta og starfsfólks á tímum farsóttarinnar, í góðu samráði við sóttvarnaryfirvöld.

Allar nánari upplýsingar á https://leikhusid.is/sottvarnir/